Greiningarfundir eru tilvaldir þegar þarf að greina ákveðin mál sem margir koma að. Markmiðið er að fá fram álit og skoðanir sem flestra þátttakenda og að hópurinn komi sér saman um lausn eða niðurstöðu. Á þann hátt er líklegra að hópurinn tileinki sér lausnina og vinni í samræmi við hana. Þessir fundir eru byggðir á aðferðafræði „wisdom of the crowd” sem m.a. var notuð á Þjóðfundunum 2009 og 2010.

RM Ráðgjöf hefur unnið verkefni fyrir ýmis fyrirtæki með þessari aðferð, m.a. í gildavinnu, stefnumótunarvinnu, fræðslugreiningu ásamt því að nota aðferðina sem hluta af vinnufundum.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.

Greiningarfundir