Hópeflisnámskeið
Námsmarkmið
Að styrkja hópinn og efla liðsheild meðal starfsmanna.
Námskeiðslýsing
Unnið í hópvinnu og leikjum allt eftir aðstæðum hverju sinni. Hægt er að velja grunnatriði sem unnið er með, t.d. samvinnu, hrós, hvatningu, samskipti og upplýsingaflæði.
Lögð er áhersla á að vinna með valda þætti og koma þeim til skila í gegnum vinnuhópa og leiki.

Lengd námskeiðs
Námskeiðið er 2-4 klst. allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Frekari upplýsingar í síma 8983851.