JAFNLAUNAVOTTUN

Jafnlaunavottun felur í sér faglega úttekt innan fyrirtækja og stofnana á launum starfsfólks, starfaflokkun og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna. Markmið staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað.  Staðallinn nýtist öllum fyrirtækjum og stofnunum, óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns, sjá nánar hér.

 

Ráðgjöfin felst í því að stýra vinnu fyrir viðkomandi fyrirtæki við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum samkvæmt verklagsreglum vottunaraðila.

Helstu verkefni eru:

  • Gagnasöfnun

  • Flokkun starfa samkvæmt ÍSTARF95

  • Þrepaskipting starfa

  • Hæfniviðmið útbúin  

  • Starfslýsingar yfirfarnar eða útbúnar

  • Verklagsreglur útbúnar

  • Aðstoð við launagreiningu

  • Annað sem vottunaraðilinn fer fram á

Það fer eftir stærð fyrirtækis hvenær það þarf að vera búið með jafnlaunavottun, sbr. lög um jafnlaunavottun. Tímamörkin eru eftirfarandi:
a)   31. desember 2019 fyrirtæki þar sem starfa 250 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli
b)   31. desember 2020 fyrirtæki þar sem starfa 150-249 starfsmenn á ársgrundvelli
c)   31. desember 2021 fyrirtæki þar sem starfa 90-149 starfsmenn á ársgrundvelli
d)   31. desember 2022 fyrirtæki þar sem starfa 25-89 starfsmenn á ársgrundvelli

 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.