Mannauðsstjórnun

Námsmarkmið

Að kenna undirstöðuatriði í mannauðsstjórnun og gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Að styrkja stjórnendur í því ábyrgðarhlutverki að vera með mannaforráð.

Áhersla er lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það sem kennt er á dagleg störf.

Námskeiðslýsing

1. Dagur - Stefnur og menning

Mannauðsstjórnun, verkefni og þroskastig

Stefnumótun og mannauðsstefna 

Breytingarstjórnun

Vinnustaðamenning

 

2. Dagur - Stjórnun og mannauður

Stjórnandinn og leiðtoginn

Að stýra fólki, aðferðir og áhrif

Mannlegi þátturinn, samskipti og erfið starfsmannamál

Skipulag og árangur í starfi

 

3. Dagur - Starfsþróun og starfsánægja

Starfsþróun

Fræðsla og þjálfun

Móttaka nýliða

Starfsánægja og hvatning

4. Dagur - Ráðningar og starfsmannavelta

Starfsgreiningar og starfslýsingar

Ráðningar

Starfsmannavelta

Starfsmanna-/frammistöðusamtöl

 

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeiðs
Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 16 klst. Miðað við er að hver dagur sé fjórar klukkustundir. Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar.

Námskeiðið er 16 klst. Miðað við er að hver dagur sé fjórar klukkustundir. Möguleiki er á að sníða námskeiðið að þörfum fyrirtækisins hvað efnistök og tímalengd varðar.

Verð

98.000 ,-

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Frekari upplýsingar í síma 8983851.