Við þekkjum öll mikilvægi fyrstu kynna af vinnustað. Skipulögð móttaka nýliða sparar bæði tíma og fjármagn og eykur starfsánægju starfsmannsins og stuðlar jafnframt að því að hann skili starfi sínu með sóma sem fyrst.

Ráðgjöfin felst í því að greina stöðu nýliðamóttöku í viðkomandi fyrirtæki og í framhaldi af því er ferlið ýmist unnið frá grunni eða byggt á þeim gögnum sem til eru, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Ferlið byggir m.a. á gátlista sem tekur á helstu verkefnum og ábyrgð annarra starfsmanna fyrirtækisins gagnvart nýjum starfsmanni. Einnig er unnið með að þjálfa upp fóstra sem sjá um móttöku nýliða. Verkefnið er unnið í samráði við fyrirtækið og miðar að því að nýir starfsmenn fái góða og fræðandi móttöku þegar þeir hefja störf. Markmiðið er að starfsmenn geti sem fyrst tekist á við starfið, öruggir með sig og vissir um hvað beri að gera og hvernig.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.

Móttaka nýliða