Mótun ráðningarferlisins

Starfsfólkið er mikilvægasta auðlindin er oft sagt, en ekki er alltaf hugað nægilega að því í upphafi þegar starfsmaður er ráðinn hvort hann sé ,,rétta auðlindin". Ráðningarferlið ræður miklu um hvort tekst að ráða hæfasta einstaklinginn hverju sinni.

 

Ráðgjöfin felst í því að greina ráðningarferlið í viðkomandi fyrirtæki og í framhaldi af því er hannað ráðningarferli ýmist unnið frá grunni eða byggt á því sem til er, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Ráðningarviðtalið er sniðið að þörfum fyrirtækisins en byggir m.a. á spurningum, flokkun þeirra, innihaldi og ákveðinni aðferðafræði. Markmiðið er að ráða þann umsækjanda sem nýtist fyrirtækinu best og er líklegastur til að endast í starfi og skila fyrirtækinu ávinningi. RM Ráðgjöf hefur einnig mikla reynslu af því að taka þátt í ráðningarviðtölum hjá fyrirtækjum og aðstoða við val á hæfasta umsækjandanum.

 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.