Nauðsynlegt er að hafa skýra starfsmannastefnu í fyrirtækjum til þess að öllum sé ljóst hverjar áherslur eru varðandi m.a. starfsumhverfi, starfsþróun, gildi, jafnrétti, samskipti, upplýsingaflæði og ímynd fyrirtækisins. Skýr starfsmannastefna hjálpar til við að þróa og styrkja fyrirtæki í heild sinni.

 

Ráðgjöfin felst í því að greina stöðu og stefnu starfsmannamála hjá viðkomandi fyrirtæki og í framhaldi af því er stefna í starfsmannamálum mótuð í samráði við stjórnendur ásamt vinnuhópum starfsmanna. Mikilvægt er að starfsmannastefnan sé samofin viðskiptastefnu fyrirtækisins til að hún skili sem best hlutverki sínu.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.

Mótun starfsmannastefnu