Ráðningarferlið - getur þú ráðið réttan umsækjanda rétt!

Að gera grein fyrir því hvernig hægt er að byggja upp ráðningarferli sem hefur það að markmiði að ráða hæfasta starfsmanninn og halda honum. Farið í algengustu mistökin í ráðningum og hvernig koma má í veg fyrir þau.

Námsmarkmið
Námskeiðslýsing

Ráðningarferlið útskýrt og sýnt fram á mikilvægi þess að vera með markvisst ráðningarferli og hvaða áhrif mistök í ráðningarferlinu hafa á rekstur fyrirtækja.  Ráðningarferlið skilgreint og útskýrt hvernig ráðningarferlið hefur áhrif á starfsmannaveltu, einnig er kostnaður af starfsmannaveltu útskýrður og hvernig fjárfesting í réttri ráðningu skilar sér í betri rekstri.

 

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 6 klst.

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Frekari upplýsingar í síma 8983851.