Ræðumennska og framkoma

Námsmarkmið

Farið í grunnatriði ræðumennsku bæði hvað varðar texta og flutning. Kennt hvernig ná á athygli og halda áhuga áheyrenda. Að efla þátttakendur í að tjá skoðun sína fyrir framan hóp af fólki og flytja mál sitt á hnitmiðaðan hátt, hvort sem er í starfi eða leik.

Námskeiðslýsing

Kennt hvernig á að fanga athygli áheyrenda og halda henni, hvort sem er með húmor eða annarri nálgun. Jafnframt er kennd færni í að byggja upp ræður/texta og segja það sem þarf að koma á framfæri á skýran og skilmerkilegan hátt. Þátttakendur semja og flytja efni eða nota efni sem tengist vinnu þeirra á hverjum tíma. Kenndar leiðir til að efla sjálfstraust og takast á við streitu en skortur á því fyrrnefnda og of mikið af því síðara telst til helstu ástæða þess að einstaklingar óttast að tala fyrir framan hóp af fólki.

 

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 12 klst. (3x4 klst.).

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Frekari upplýsingar í síma 8983851.