Samskiptanámskeið
Námsmarkmið
Að gera fólk meðvitað um hvaða áhrif það hefur sem einstaklingar á samskiptin á sínum vinnustað. Að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það getur verið meðvitaðra um sjálft sig og aðra og á þann hátt bætt samskipti og líðan á vinnustaðnum.
Námskeiðslýsing
Góð samskipti á vinnustað geta stuðlað að auknum árangri og meiri vellíðan starfsfólks. Á þessu námskeiði er farið yfir ýmis atriði er varða líðan og samskipti á vinnustað. Unnið er útfrá eigin viðhorfi, sjálfstrausti og gildum. Einnig er fjallað um vinnustaðamenningu, erfið samskipti, boðleiðir, hvatningu, hrós, ágreining og gagnrýni.
Mögulegt er að bæta efni inn í námskeiðið, svo sem markmiðasetningu, tímastjórnun, vinnuskipulagi og fleiri leiðum til aukins árangurs á vinnustaðnum.
Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið.

Lengd námskeiðs
Námskeiðið er eftir óskum 3 eða 6 klst.
Leiðbeinandi
Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.
Frekari upplýsingar í síma 8983851.