Afleiðingar mikillar starfsmannaveltu hafa áhrif á afköst og starfsánægju starfsmanna ásamt því að geta valdið miklum kostnaði í rekstri fyrirtækja en hann er oft vanmetinn. Einnig getur hún dregið úr framleiðni og þjónustugæðum og tekið óþarfa tíma frá starfsmönnum og stjórnendum.

Ráðgjöfin felst í því að greina starfsmannaveltu í viðkomandi fyrirtæki. Starfsmannaveltan er skilgreind, farið í ástæður, afleiðingar og kostnað, bæði leyndan og ljósan. Settar eru fram lausnir m.a. í formi breyttra vinnuferla við ráðningar og leiðir til að uppfylla væntingar og þarfir starfsmanna. Einnig eru ráðlagðar leiðir til að bregðast við of lágri starfsmannaveltu. Markmiðið er að draga úr starfsmannaveltu sem skilar sér bæði í fjárhagslegum ávinningi fyrirtækisins, auknum árangri og starfsánægju starfsmanna.

Sjá einnig námskeiðið Starfsmannavelta.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást í síma 8983851.

Starfsmannavelta