Reynsla fyrirtækja af starfsmannasamtölum hefur sýnt að þau skila bæði starfsmönnum og stjórnendum miklum ávinningi.

Starfsmannasamtölin eru notuð til þess að yfirmaður og starfsmaður geti miðlað upplýsingum sín á milli á skipulagðan hátt, dregið saman helstu atriðin sem máli skipta og rætt þau. Starfsmannsamtölin stuðla þannig að skilvirkum samskiptum milli starfsmanna og yfirmanna.

Ráðgjöfin felst í því innleiða starfsmannasamtöl eða yfirfara núverandi ferli í viðkomandi fyrirtæki. Samtölin eru sniðin að þörfum fyrirtækisins þar sem áhersla er lögð á samtalstækni, spurningar, flokkun þeirra og innihald ásamt tilgangi og ávinningi samtalanna. Árangursríkast er að ráðgjöfin vinnist samhliða námskeiðinu Starfsmannasamtöl.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun fást  í síma 8983851.

Starfsmannasamtöl