Starfsmannavelta - hvað veldur henni og hvað kostar hún?

Námsmarkmið

Að útskýra hugtakið starfsmannavelta og hvaða afleiðingar of há eða of lág starfsmannavelta getur haft á starfsmenn, rekstur og fjárhagslega afkomu fyrirtækja. Að skilgreina ráðningarferlið og útskýra hvaða áhrif ráðningarferlið hefur á starfsmannaveltuna og kenna aðferðir til að byggja upp markvisst ráðningarferli.

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu er starfsmannavelta skilgreind, farið í ástæður, afleiðingar og kostnað af of hárri starfsmannaveltu. Kostnaður við starfsmannaveltu útskýrður, bæði leyndur og ljós kostnaður og útskýrt hvernig draga má úr þeim kostnaði. Farið yfir helstu ástæður þess að starfsfólk kýs að hætta á vinnustöðum. Ráðningarferlið útskýrt og sýnt fram á mikilvægi þess að vera með markvisst ráðningarferli og hvaða áhrif ráðningarferlið hefur á starfsmannaveltu.

 

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 3 klst.

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Frekari upplýsingar í síma 8983851.