Í upphafi stefnumótunarvinnu er kjarnastarfsemi fyrirtækisins greind, hvar það er statt, hvar það vill vera og hvernig það kemst þangað.

Ráðgjöfin felst í því að greina stöðu fyrirtækisins til að stefnumótun skili tilætluðum árangri. Hægt er að vinna með SVOT, PESTEL eða sambærilegar greiningaraðferðir til að skerpa á hlutverki og/eða framtíðarsýn fyrirtækisins.

 

Ráðgjöfin getur átt við einstakar einingar innan fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild. Til að ná tilsettum árangri er nauðsynlegt að stjórnendur átti sig á stöðu, sýn og gildum fyrirtækisins til að vita hvernig staðan er og hvert skal stefna. Lögð er áherslu á að sem flestir starfsmenn komi að stefnumótunarvinnunni á einhverjum tímapunkti. Ýmist er unnið með fyrirtækjum sem hafa stefnu sem þarf að endurskoða eða stefnumótun unnin frá grunni.

 

Að stefnumótunarvinnu lokinni liggja fyrir markmið, áætlun, framtíðarsýn, skilgreining á fyrirtækinu og staða þess gagnvart starfsmönnum, samkeppnisaðilum og viðskipatvinum.

 

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ráðgjafar eða sérstakar óskir um tilhögun eru veittar í síma 8983851.

Stefnumótun