Stjórnendanámskeið - af hverju er ég stjórnandi?

Námsmarkmið

Að skoða einkenni stjórnandans, s.s. sjálfstraust, samskipti, viðhorf, gildi og áhrif hans á umhverfi sitt. Að fá stjórnandann til að huga að stjórnunarstíl sínum og áhrifum sem hann getur haft á fólkið sitt. Gera grein fyrir helstu stjórnunarkenningum og aðferðum.

Námskeiðslýsing

Námskeið þar sem þeir sem hafa mannaforráð eru gerðir meðvitaðari um stjórnunarstíl sinn og hvernig hægt er að ná betri árangri með því að tileinka sér ákveðnar leiðir.

 

Fjallað verður m.a. um stjórnandann út frá sjálfstrausti, framsetningu skilaboða og upplýsingaflæði, greint frá mikilvægi þess að hvetja starfólk og hrósa því.  Einkenni framúrskarandi leiðtoga skoðuð og fjallað um mismunandi stjórnunaraðferðir. Farið yfir þá þætti sem skipta starfsfólk máli í starfi. Einnig komið inn á fyrirtækjamenningu, aðlögun og innleiðingu breytinga ásamt markmiðasetningu.

Kennsluform: Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.

Vinnustofa

Þetta námskeið er einnig haldið sem vinnustofu þá með helstu stjórnendum viðkomandi fyrirtækis. Þá eru efnisþættir settir beint í samband við viðkomandi stjórnendur og fyrirtæki og unnið með þá til að fá fram því sem betur má fara í hverjum efnisflokk.

Lengd námskeiðs

Námskeiðið er 6 klst. ýmist 2x3 klst. eða 6 klst. í einu.

Lengd vinnustofu

Vinnustofan er 16 klst. (4x4 klst)

Leiðbeinandi

Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.

 

Ragnar hefur víðtæka reynslu af námskeiðahaldi og ráðgjöf. Hann hefur unnið fyrir fjölda fyrirtækja af ýmsum stærðum og gerðum.

 

Frekari upplýsingar í síma 8983851.