VIÐSKIPTAVINIR

Ég hef verið það lánsamur að vinna með mjög áhugaverðu fólki og fyrirtækjum, það er mér mikils virði að fá að vita hvort vinna mín mæti þeim væntingum sem fólk gerir svo ég geti stöðugt bætt mig. Hér eru nokkur ummæli viðskiptavina.

 

Ragnar Matthíasson, eigandi RM Ráðgjafar

Ragnar Matthíasson hefur unnið fyrir Nóa Síríus, fyrst í verkefninu Fræðslustjóri að láni sem unnið er í samvinnu við fræðslusjóði stéttarfélaganna. Hann vann mjög góða undirbúningsvinnu með stórum hópi starfsmanna hér innanhúss og gerði í framhaldinu fræðsluáætlun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Gekk okkur vel að framfylgja fræðsluplaninu okkur starfsmönnum Nóa Síríusar til gagns og ánægju. Ákveðið var í framhaldinu að fá Ragnar til þess að halda samskiptanámskeið fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Nýttist okkur þetta námskeið vel enda sýndi sig að Ragnar vann þessa vinnu af fagmennsku og samviskusemi.

Rúnar Ingibjartsson - Gæðastjóri Nóa Síríus

Ragnar er þægilegur fyrirlesari, og heldur athygli vel. Skemmtilegt námskeið og fólk hlakkar til að mæta næst.

Eva Jósteinsdóttir - Rekstrarstjóri Centerhótela

Ragnar hefur aðstoðað okkur við ýmis verkefni er varða þróun starfsmanna og fræðslu. Hann vann að endurskoðun, kennslu og innleiðingu á starfsmannasamtölum, gerð starfsmannahandbóka, hönnun ferlis við nýliðamóttöku og þjálfun þeirra sem sjá um hana. Við höfum einnig gjarnan leitað til Ragnars til að halda námskeið fyrir starfsmenn okkar um samskipti á vinnustað og hann hefur starfað sem Fræðslustjóri að láni á vegum Starfsmenntasjóðs í tveimur af okkar fyrirtækjum. Samstarf okkar hefur verið ánægjulegt og árangursríkt þar sem Ragnar hefur unnið mjög faglega öll þau verkefni sem hann hefur tekið að sér fyrir okkar fyrirtæki.

Ragnar tók að sér að halda „Samskiptanámskeið“. Það námskeið sóttu allir starfsmenn, vorið 2013. Ragnar kom því námskeiði vel til skila og fékk starfsmenn til að taka virkan þátt í umræðu og æfingum tengdu efninu á fumlausan og þægilegan hátt.

Anton Tómasson - Gæðastjóri Kjörís ehf

Stjórnandanámskeið/vinnustofa fyrir Centerhótels:

Námskeiðið er innihaldsmikið og hnitmiðað. Skerpt er á helstu þáttum þegar kemur að stjórnendum fyrirtækja. Námskeiðið hjálpaði mér í því að sjá betur hver ég er sem stjórnandi og hvað má bæta um betur.

Frábært námskeið ! Takk fyrir mig.

Kolfinna Birgisdóttir - Centerhótels

Guðríður H. Baldursdóttir - Mannauðsstjóri Festi hf

Mjög þarft og gott fyrir stjórnendur að fara á svona námskeið, maður kann svo sannarlega ekki öll trikkin í bókinni.

Þátttakandi - Mannauðstjórnunarnámskeið

Þægilegur, faglegur og þekkir efnið vel.

Þátttakandi - Gildavinna

Mikill kostur að hafa námskeið á mannlegum nótum, maður lærir meira af því heldur en að hafa leiðbeinanda með prik í rassinum. Ragnar veit hvað hann er að gera. Mannlegur og tekur gott spjall.

Þátttakandi - Mentoranámskeið

Við hjá Glófa ehf höfum nýtt okkur þjónustu Ragnars Matthíassonar bæði varðandi stjórnunar-og mannauðsráðgjöf og einnig hefur hann haldið fyrir okkur stjórnendanámskeið og vinnustofu.  Við fengum einnig handleiðslu fyrir nokkra stjórnendur sem kom mjög vel út. 

Ragnar var mjög fljótur að setja sig inní hvað skipti máli og að fara ekki dýpra í ákveðna þætti en þurfti. Hann fór í gegnum kosti og galla á vinnutengdu verklagi ásamt því að fara í einstaklingsbundna kosti og galla þó svo að allur hópurinn væri viðstaddur. 

 

Vinnan með Ragnari gerði það að verkum að við erum nú meðvitaðri um styrkleika okkar og leggjum upp með að sjá um okkar verkefni, passa tímamörk, verklag og upplýsingagjöf til starfsmanna og mynda þannig skilvirka verkferla og samskiptaform sem nýtist stjórnandanum og öllum starfsmannahópnum.

 

Við hjá Glófa ehf erum mjög ánægð með kynnin og samstarfið við Ragnar.

Sæunn Njálsdóttir - Fjármála, starfsmanna og skrifstofustjóri

Mjög góður, einkunn 10.

Þátttakandi - Mentoranámskeið

Kemur efninu vel frá sér. Er með nettan húmor sem setur góðan anda.

Þátttakandi - Samskiptanámskeið

Eitt besta námskeið sem ég hef farið á.

Þátttakandi - Mannauðsstjórnunarnámskeið

Skeleggur og skýr.

Þátttakandi - Ræðunámskeið

Gott að það var fræðilegt og praktískt í bland. Góðar umræður sem sköpuðust.

Þátttakandi - Stjórnandanámskeið

Áheyrilegur og hann sjálfur - enginn sýndarmennska.

Þátttakandi - Samskiptanámskeið

Ég sofnaði ekki, sofna yfirleitt á svona dóti.

Þátttakandi - Samskiptarnámskeið

Þekkir efnið vel, kemur efninu vel frá sér og heldur tímaáætlun.

Þátttakandi - Gildavinna/Tímastjórnun